Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
fimmtudagur, janúar 09, 2003

Jább, skóladagur enn á ný. Af hverju þarf ég að fara í skólann í dag, mamma? Ég fór í gær!!! Jújú, hann er svosem ágætur. Ég þarf til dæmis ekki að fara nema í einn tíma á morgun, spænsku. En það er samt bara einsdæmi. Kemur ekki fyrir aftur. Rólegt kvöld í gær, fór til MR-gaursins og við tjöttuðum fram eftir kvöldi. Alltaf gott að tala við vini sína. Horfði á Futurama þegar ég kom heim... snilldarþættir!!!
Afi minn, Gestur Þorgrímsson, lést aðfararnótt gærdagsins. Blessuð sé minning hans.
AFI
Þú varst blóm
sem fölnaði.
Þú varst tré
sem féll.
Þú varst steinn
sem hafið gerði að sandi.
Þú varst sólargeisli
sem eitt sinn
brotnaði á vatni.
En þótt þú sért horfinn
af þessari jörð
varir hlýja þín og minning
ætíð í hjörtum okkar.
En þú ert ekki horfinn,
því lífið heldur áfram.
og dauðinn er ekki endir
heldur hlekkur
í hringrás heimsins.


skrifað af Runa Vala kl: 11:18

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala